Ábyrgðir og veð

FIDES lögmenn búa að sérþekkingu á sviði lánssamninga og veðréttar. Lögmenn okkar hafa áralanga reynslu af gerð, túlkun og fullnustu lánssamninga og veðsamninga.

Ólafur Kjartansson hdl. hefur komið að gerð, túlkun og framkvæmd flókinna veðsamninga sem krefjast miklar og sérhæfðrar þekkingar á réttarsviðinu.

Hafðu samband og nýttu þér ráðgjöf sérfræðinga á sviði veðréttar.

Ert þú í ábyrgð?

FIDES lögmenn bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir einstaklinga sem eru í ábyrgð. Um ábyrgð á skuldum einstaklinga gilda lög um ábyrgðarmenn sem sett voru árið 2009. Lögin gilda um lánveitingar stofnana og fyrirtækja þar sem ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð til tryggingar efndum lántaka Markmið laganna er að draga úr vægi ábyrgða einstaklinga.

Með ábyrgð í lögunum er átt við persónulega ábyrgð, hvort sem er einfalda ábyrgð eða sjálfskuldarábyrgð og tilvik þar sem ábyrgð er veitt í formi veðréttar í eigum ábyrgðarmanns til tryggingar skuldum einstaklinga.

Í lögunum eru mælt fyrir um skyldu til að greiðslumeta skuldara og upplýsingagjöf til ábyrgðarmanna. Ef ákvæðum laganna er ekki fylgt getur það valdið ógildi ábyrgðar.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna