Erfðaréttur sambúðarfólks

  • By:Ólafur Kjartansson
  • 0 Comment

Algengt er að halda að fólk sem er skráð í sambúð erfi hvort annað. En svo er ekki, sambúðarmaki á engann erfðarétt eftir maka sinn. Erfðaréttur er bundinn við skyldleika eða hjúskap auk þess sem hægt er að gera erfðaskrá. Ef einstaklingur er ekki í hjónabandi við andlát erfa börn hans eða ættingjar hann, jafnvel þótt viðkomandi hafi verið í sambúð og með sameiginlegan fjárhag.

Tökum sem dæmi einstakling í sambúð sem andast. Eina eignin sem hann var skráður fyrir er húsnæði fjölskyldunnar. Eignarhluti hins látna fer allur til barna hans eða annarra ættingja hafi hann ekki átt börn. Eftirlifandi maki á þá einungis þann hlut í húsnæðinu sem hann var sjálfur skráður fyrir eða jafnvel ekkert hafi hinn látni verið skráður eigandi að fullu. Í þeim tilfellum sem ófjárráða börn erfa foreldri sitt er skipaður sérstakur fjárhaldsmaður af sýslumanni sem þarf að samþykkja þær ráðstafanir sem gerðar eru með arfinn. Þetta þýðir að eftirlifandi maki gæti þurft að greiða börnum sínum eða öðrum lögerfingjum sambúðarmakans leigu af eigin húsnæði.

Til að tryggja rétt sambúðarmaka eru einkum tvær leiðir færar

Í fyrsta lagi að gera erfðaskrá. Með erfðaskrá er hægt að gera sambúðarmaka að erfingja.

Í öðru lagi er hægt að ganga í hjúskap. Með því að ganga í hjónaband myndast gagnkvæmur erfðaréttur og eftirlifandi maki á rétt til setu í óskiptu búi með sameiginlegum niðjum. Ef stjúpbörn eru fyrir hendi þarf samþykki þeirra nema annað hafi verið tekið fram í erfðaskrá.

Til að komast hjá miklum vandræðum og fyrirhöfn er mikilvægt fyrir sambúðarfólk að tryggja stöðu maka síns ef áföll verða. FIDES lögmenn hafa mikla reynslu af gerð erfðaskrá og veita ráðgjöf um hvaða leiðir eru færar í hverju tilfelli. Hafðu samband og við finnum lausnina.

Posted in: Óflokkað

Comments

No Responses to “Erfðaréttur sambúðarfólks”

No comments yet.

Skildu eftir svar