Erfðaréttur

Erfðaskrár

Erfðaskrá er formbundinn löggerningur sem  geymir vilja einstaklings um ráðstöfun eigna eftir hans dag.

Með erfðaskrá má meðal annars:

  1. Ráðstafa eignum.
    Rétturinn er þó takmarkaður við þriðjung eigna ef fyrir hendi eru maki eða afkomendur, nema að erfingjar samþykki aðrar ráðstöfun með arfsafsali.
  2. Mæla fyrir um rétt maka til setu í óskiptu búi.
    Með útgáfu leyfis til setu í óskiptu búi er skiptum eftir skammlífari maka frestað og eftirlifandi maki heldur fullum umráðum yfir búinu. Maki hefur rétt til setu í óskiptu búi óháð vilja sameiginlegra niðja en ef fyrir hendi eru stjúpniðjar eftirlifandi maka er seta í óskiptu búi háð samþykki stjúpbarna eða forráðamanna þeirra, nema að mælt fyrir sé um búseturétt í erfðaskrá. Með flóknari fjölskyldumynstrum getur verið farsælast að tryggja með skýrum hætti gagnkvæman rétt aðila til setu í óskiptu búi.
  3. Kvaðbinda arf.
    Arfleiðanda er heimilt að kvaðbinda arf ef hann telur hættu á að erfingi fari ráðleysislega með arfs sinn. Þá má einnig mæla fyrir um að eign teljist séreign erfingja. Kvaðir eru ávallt háðar samþykki sýslumanns.

Erfðaskrá er formbundin samkvæmt lögum og gæta þarf strangra formskilyrða um efni og vottun til að erfðaskrá öðlist gildi eftir efni sínu, enda kemur erfðaskrá ekki til framkvæmda fyrr en að arfleiðanda látnum. Flest ágreiningsmál um gildi erfðaskráa lúta að formi eða vottun þeirra. Mikilvægt er leita ráðgjafar til að tryggja að erfðaskrá komi til framkvæmda

FIDES lögmenn annast gerð erfðaskrá fyrir einstaklinga og ráðleggja um hvaða leiðir eru færar til að lögbinda vilja arfleiðanda.

Skipti dánarbúa

FIDES lögmenn veita alhliðaráðgjöf við skipti dánarbúa. Við sinnum hagsmunagæslu fyrir einstaka erfingja vegna ágreinings og aðstoð um framkvæmd einkaskipta.

Við einkaskipti er boðið er upp á alla þjónustu s.s. samskipti við sýslumann, útfyllingu einkaskiptaleyfis og búsetuleyfis, gerð skiptayfirlýsinga og útfyllingu erfðafjárskýrslu. Vönduð vinnubrögð og opið og upplýst ferli undir leiðsögn hlutlaus aðila geta komið í veg fyrir ágreining við skipti.

FIDES lögmenn bjóða hagsmunagæslu fyrir einstaka erfingja ef upp kemur ágreiningur, hvort sem er við einkaskipti eða opinber skipti á dánarbúum.

Ólafur Kjartansson hdl. hefur mikla reynslu af dánarbússkiptum, bæði opinberum og einskaskiptum. Leitaðu upplýsinga og við leiðbeinum þér um hagkvæmustu leiðina.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna