Í fasteignakaupum koma oft upp ágreiningsmál vegna vanefnda á kaupsamningi. Vanefnd getur falist í að greiðslur séu ekki inntar ef hendi í samræmi við samning, fasteign er haldin göllum, veðum er ekki aflétt eða samningur ekki uppfylltur að öðru leyti. Fides lögmenn hafa mikla reynslu og þekkingu á málum vegna vanefnda á kaupsamningi. Við ráðleggjum þér hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvernig knýja má fram efndir eða sækja bætur vegna vanefnda.
Algengustu ágreiningsmálin varða galla á fasteign. Mikilvægt er að halda fram rétti sínum og afla nauðsynlegra gagna. Gallamál geta verið kostnaðarsöm og tímafrek og oft eru samningar hagkvæmasta leiðin. Við ráðleggjum þér um úrræði sem standa til boða og hvað leið er hagkvæmust í þínu tilviki. Fides lögmenn eru í samstarfi við fagmenn á sviði fasteigna og geta veita alla þjónustu í tegslum við galla og aðrar vanefndir