Fasteignir

FIDES lögmenn veita alhliðaþjónustu á sviði fasteignaréttar.

Gallar og aðrar vanefndir

Í fasteignakaupum koma oft upp ágreiningsmál vegna vanefnda á kaupsamningi. Vanefnd getur falist í að greiðslur séu ekki inntar ef hendi í samræmi við samning, fasteign er haldin göllum, veðum er ekki aflétt eða samningur ekki uppfylltur að öðru leyti. Fides lögmenn hafa mikla reynslu og þekkingu á málum vegna vanefnda á kaupsamningi. Við ráðleggjum þér hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvernig knýja má fram efndir eða sækja bætur vegna vanefnda.

Algengustu ágreiningsmálin varða galla á fasteign. Mikilvægt er að halda fram rétti sínum og afla nauðsynlegra gagna. Gallamál geta verið kostnaðarsöm og tímafrek og oft eru samningar hagkvæmasta leiðin. Við ráðleggjum þér um úrræði sem standa til boða og hvað leið er hagkvæmust í þínu tilviki. Fides lögmenn eru í samstarfi við fagmenn á sviði fasteigna og geta veita alla þjónustu í tegslum við galla og aðrar vanefndir

Kaup og sala fasteigna

Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fasteignum. Í flóknum kaupsamningum sem varða mikilvæga hagsmuni er gott að hafa trausta ráðgjöf. FIDES lögmenn geta ráðlagt um fjármögnunarmöguleika, skjalagerð og aðra þætti er varða kaup og sölu fasteigna

Fjöleignarhús og húsfélög

Við veitum ráðgjöf vegna fjöleignarhúsa. Eignarhlutum í fjöleignarhúsum fylgja réttindi og skyldur, m.a. til þáttöku í húsfélagi, sem starfar í öllum fjöleignarhúsum, hvort það sé fomlega stofnað eða ekki. Í lögum um fjöleignarhús er mælt fyrir um hlutverk húsfélaga, hvernig ákvarðanir skulu teknar. Mikilvægt er að standa rétt að ákvörðun þannig að þær verði bindandi fyrir alla.  Mikill tími getur farið í undirbúning og boðun húsfunda. Við bjóðum aðstoð við að halda húsfundi, boðun og fundarstjórn.

Þegar upp kemur ágreiningur í húsfélög þá veita FIDES lögmenn alla aðstoð við að koma fram rétti þínum og leita leiða til að leysa málin.

FIDES lögmenn annast innheimtu fyrir húsfélög. Sameiginlegum kostnaði, sem stofnað er til með réttum hætti, fylgir lögveðsréttur sem mikilvægt er að fylgja eftir með málsókn ef greiðsludráttur verður.

Skipulags- og byggingamál

FIDES lögmenn hafa mikla reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Við aðstoðum þig við að tryggja að rétt sér farið að og önnumst samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna