Innheimta

FIDES lögmenn bjóða upp á innheimtu vanskilakrafna. Innheimta skiptist í fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu. Við sníðum innheimtuleiðina að þínum þörfum og gætum að því að vernda viðskiptsamband milli þín og viðskiptavina. Ef innheimta er árangurslaus greiðir kröfuhafi almennt eingöngu útlagðan kostnað nema komi til ágreinings fyrir dómstólum eða hjá sýslumanni.

Innheimtuviðvörun

Kröfuhafa er skylt að senda innheimtuviðvörun til skuldara áður en formlegar innheimtuaðgerðir hefjast sbr. 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Innheimtuviðvörun er formleg tilkynning um að skuld sé í vanskilum og ef ekki verði brugðist við verði gripið til innheimtuaðgerða, sem oft hafa í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir skuldara.

Milliinnheimta

Milliinnheimta er oft hagkvæmt leið til innheimtu á skuld sem hefur gleymst. Send eru 1-3 innheimtubréf og hóflegur kostnaður leggst á skuldina. Milliinnheimta er góð leið til að til ýta við skuldara þegar lítilsháttar dráttur hefur orðið á greiðslu af einhverju  ástæðum

Löginnheimta

Með löginnheimtu er átt við innheimtu með atbeina dómstóla eða sýslumanns. Löginnheimta hefst á innheimtubréfi og í framhaldinu er gripið til harðari innheimtuaðgerða með stefnu eða aðfarabeiðni eftir tegund kröfu. Löginnheimta er kostnaðarsöm og leggst kostnaðurin ofan á skuldina og er innheimtur hjá skuldara með kröfunni, en kröfuhafi greiðir útlagðan kostnað.

Kröfuvakt

Ef krafa fæst ekki greidd bjóða FIDES lögmenn upp á kröfuvakt. Í kröfuvakt sendum við út bréf með reglulegu millibili og fylgjumst með fyrningarfrestum og bjóðum þér að rjúfa fyrningu og viðhalda kröfunni ef það tímamark nálgast.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna