Samningar

FIDES lögmenn hafa mikla reynslu af samningum og samningagerð.

Við bjóðum ráðgjöf við samningagerð og hjálpum þér við að skilgreina samningsmarkmið og hvaða leiðir má fara til að ná því markmiði.

FIDES lögmenn bjóða vandaða og áreiðanlega þjónustu við skjalagerð til að tryggja að samningar endurspegli það sem í raun er samið um og komið sé í veg fyrir ágreining eða deilur síðar um efni samnings, efir því sem hægt er.

Ólafur Kjartansson hdl. hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur komið að margvíslegum og flóknum samningum, einkum á sviði kröfuréttar.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna