Lögfræðileg skjalagerð

FIDES lögmenn bjóða upp á lögfræðilega skjalagerð. Mikilvægt er að standa rétt að málum og vönduð skjalagerð getur komið í veg fyrir ágreining síðar. Í mörgum tilvikum, s.s. við gerð viðskiptabréfa og erfðaskráa, þarf að gæta að tilteknum formreglum. Í öðrum tilvikum, s.s. verksamningum og samningum á sviði neytendaréttar, þarf að gæta að lágmarkskröfum og réttindum sem tryggð eru í lögum.

Kaupsamningar

FIDES lögmenn annast gerð kaupsamninga eftir óskum viðskiptavina. Við eigum tiltæk form að margvíslegum gerðum kaupsamninga og getum því boðið hagstæð kjör við gerð samninga.

Leigusamningar

Við bjóðum upp á gerð leigusamninga, s.s. húsaleigusamninga.

Verk- og þjónustusamningar

Vönduð skjalagerð skapar gagnkvæmt traust milli aðila og skýrir samningssambandið. FIDES lögmenn bjóða fyrirtækjum upp á gerð staðlaðra samninga til að nota í viðskiptum sínum. Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf og skjalagerð við gerð stakra samninga til að tryggja að vilji samningsaðila, réttindi og skyldur séu skilmerkilega ákvarðar í samningi.

Erfðaskrár

Erfðaskrá geymir vilja arfleiðanda um ráðstöfun eigna sinna eftir hans dag. Með erfðaskrá má einnig mæla fyrir um rétt til setu í óskiptu búi. Heimildir einstaklinga til að ráðstafa eigum sínum með erfðaskrá eru í sumum tilvikum takmarkaðar í íslenskum rétti. Erfðaskrár eru bundnar tilteknum formskilyrðum til að geta öðlast gildi enda þarf að liggja fyrir skýr vilji arfleiðanda þar sem að erfðaskrá kemur ekki til framkvæmda fyrr en arfleiðandi er fallinn frá.

Kaupmálar

FIDES lögmenn annast gerð kaupmála í samræmi við óskir viðskiptavina.

FIDES lögmenn - við gætum þinna hagsmuna